Frá Brimnesi í Ólafsfirði um Múlakollu að Míganda Dalvíkurmegin við Ólafsfjarðarmúla.
Múlakolla er tindur Ólafsfjarðarmúla, sem Jón Helgason orti svo um: “Ærið er bratt við Ólafsfjörð / ógurleg klettahöllin; / teygist hinn mikli múli fram, / minnist við boðaföllin; / kennd er við Hálfdán hurðin rauð, / hér mundi gengt í fjöllin; / ein er þar kona krossi vígð / komin í bland við tröllin.”
Byrjum við þjóðveg 82 við Brimnes í Ólafsfirði, rétt vestan við mynni Ólafsfjarðarganga. Förum austur yfir Brimnesá og áfram upp dalinn að Gvendarskál. Gott er að fara á snjó sunnan við skriðuna upp í skálina. Þaðan norðaustur á Múlakollu í 940 metra hæð. Og á ská suður hlíðina og síðan austsuðaustur hana niður að Míganda við þjóðveg 82 rétt sunnan við mynni Ólafsfjarðaganga.
5,6 km
Eyjafjörður
Nálægar leiðir: Drangar, Sandskarð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort