Mundi Jesús keyra Hummer?

Punktar

Ýmis bandarísk trúfélög, þar á meðal lúterskirkjan og biskupakirkjan, hafa stofnað umhverfisráð, sem hefur sett mengun bílaumferðar á oddinn. Kjörorðið er: “Hvað mundi Jesús keyra?”. Það hefur sent forstjórum bílaframlenda bréf og hvatt þá til að bæta orkunýtingu bílanna. Forstöðumaður ráðsins segir þetta um auglýsingar GM á eldsneytisfrekum bílum: “Chevrolet hvetur fólk til að kaupa bíla, sem eitra sköpunarverk guðs.” Ráðið mun senda áróðursgögn til 100.000 safnaða í Bandaríkjunum og hvetja þá til að taka þátt í átakinu. Gert er ráð fyrir, að víða í Bandaríkjunum verði á næstunni messað gegn orkusóun bíla. Hægri sinnaðir trúmenn í Christian Coalition eru ekki sáttir við herferðina, enda er hún á skjön við stefnu Bandaríkjaforseta. Við spurningunni hér að ofan sendi einn þeirra inn þetta svar: “Jesús mundi keyra Hummer” Frá þessu skemmtilega máli er segir Danny Hakim í New York Times í dag.