Ljóst er orðið, að Bandaríkin ætla ekki að taka þátt í minnkun á útblæstri skaðlegra lofttegunda. Alþjóðafundur Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember um loftslagsmál mun því fara út um þúfur. Barack Obama hefur ekkert gert til að liðka fyrir þessu dauðans mikilvæga máli mannkyns. Aðeins Evrópa hefur reynt að feta brautina áfram, en mikilvirkasti sóði heimsins dregur lappirnar. Almenningsálitið í Bandaríkjunum telur ekki nauðsynlegt að gera neitt í málinu. Niðurstaðan verður sú, að í Kaupmannahöfn verður samþykkt textafroða. Hún mun ekki fela í sér áþreifanleg markmið eða skuldbindingar.