Faisal Islam segir í Observer, að hafið sé efnahagsstríð milli Bandaríkjanna og Evrópu. Barizt er um sölu á Airbus og Boeing flugvélum, um evrópska landbúnaðarstyrki og bandaríska stálstyrki, um erfðabreytt matvæli frá Bandaríkjunum, bandarískan skattaafslátt í útflutningi og ýmislegt fleira. Hann telur, að stríðið muni enda með myndun tveggja viðskiptablokka, sem reisi múra hvor gegn annarri. Evrópska virkið stækkar til suðurs og einkum til austurs, en Bandaríkin gera tvíhliða samninga út og suður við ríki, sem fallast á að vera leppríki í hinni nýju heimsvaldastefnu Bandaríkjanna.