Murdoch berst við Google

Fjölmiðlun

Ég nota News.google.co.uk um það bil 50% til að fylgjast með erlendum fréttum, Guardian.co.uk 25%. Miklu betra en fyrir nokkrum árum, þegar ég fékk International Herald Tribune inn um lúguna fyrir kvöldmat. Kostaði líka morð fjár, en nú er allt frítt. Það getur flækt fyrir mér, ef Microsoft og Rupert Murdoch tekst að fá fjölmiðla til að loka fyrir Google. Fjölmiðlar Murdoch sjálfs skipta mig að vísu engu. Guardian og Independent og Telegraph eru merkari fjölmiðlar en Times. Þess vegna má Murdoch standa í bolabrögðum mín vegna. Ég hef litla trú á, að margir fjölmiðlar fylgi í kjölfar hans.