Murdoch vill fá borgað

Fjölmiðlun

Heilar kynslóðir venjast við, að allt sé ókeypis á vefnum, bíó, tónlist og fréttir. Óánægðum eigendum höfundarréttar hefur ekki tekizt að stemma stigu við þessu. Google, risinn á vefnum, gerir ráð fyrir, að allt sé frítt. Blöð hafa gefizt upp á að selja aðgang á vefnum að efni sínu. Wall Street Journal er þekktasta undantekningin. Nú vill Rupert Murdoch fjölmiðlakóngur breyta þessu. Erfitt er að sjá fyrir sér, að það muni takast. Efni verður að vera mjög sérhæft til að vera söluvara og selzt samt ekki í mörgum tilvikum. Þótt allir vilji vita, vilja fáir borga fyrir það. Því fær Murdoch ekki breytt.