Alþjóða rauði krossinn vék á miðvikudaginn frá meginreglunni um að skipta sér ekki af stjórnmálum. Þá gagnrýndi hann Ísrael harðlega fyrir aðskilnaðarmúrinn mikla sem verið er að reisa í Palestínu og nær í mörgum tilvikum langt inn í landið til að ná til ólöglegra byggða ísraelskra landnema. … Rauði krossinn segir, að ólöglegt sé að reisa slíkan múr á landi Palestínu. Hann sundri byggðum Palestínumanna og loki þá frá vatnsbólum sínum og ökrum, skólum og heilsugæzlu. Bygging hans fari langt út fyrir mörkin, sem hernámsríki séu leyfð samkvæmt alþjóðalögum um meðferð hernumins fólks. …Dæmi eru um, að bændur, sem áður fóru yfir veginn til að sinna ökrum sínum, þurfi nú að fara marga tugi kílómetra. …