Múslimar á hálum ís

Punktar

Múslimar og sendiherrar íslamskra ríkja í Danmörku eru reiðir skopmyndum af Múhameð spámanni í Jyllandsposten, heimta viðbrögð forsætisráðuneytisins og afsökunarbeiðni dagblaðsins. Múslimar kvarta líka um bann Frakka og fleiri ríkja við kvenslæðum, sem á Vesturlöndum eru óbein tákn um undirgefni kvenna. Múslimar eru með þessu komnir út á hálan ís. Ef þeir vilja búa á Vesturlöndum verða þeir að sætta sig við vestræna siði og vestrænt réttarfar, sem leyfir móðgun við guðdóminn og bannar kvenhatur. Ef þeir geta ekki sætt sig við slíkt eiga þeir að flytja aftur í heimahagana.