Orkuveitan mútaði Ölfushreppi með 45 milljónum til að hefja undirbúning Bitruvirkjunar. Fyrir þetta fé fékk hún hagstæðan skipulagsúrskurð og framkvæmdaleyfi. Nýjasta dæmið um siðleysi stofnunar borgarinnar er í stíl við önnur vinnubrögð þar undanfarin ár. Mér sýnist, að Orkuveitan sé verra fyrirtæki en Landsvirkjun, sem þó er skelfileg. Ölfushreppur er líka fræg spillingarbúla. Nýr meirihluti í borginni þarf að ná tökum og reka liðið, sem stjórnar veitunni. Það er einmitt í stofnunum og nefndum sveitarfélaga, þar sem spilling hefur mælzt vera mest á auðugum vesturlöndum.