Mútusamningurinn kærður

Punktar

Ólafur Sigurjónsson bóndi hefur kært mútusamning Árborgar, Flóahrepps og Landsvirkjunar um vatnsréttindi við Urriðafoss. Landsvirkjun lofar að greiða vatnsveitur, ef sveitarfélögin skipuleggja Urriðafossvirkjun. Einfaldasta dæmi í heimi um mútur. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra getur því hafnað skjalinu sem ósiðlegu. Landsvirkjun hafði í tíð Friðriks Sófussonar forustu í siðleysi. Bætir nú um betur hjá eftirmanninum Herði Arnarsyni. Samkvæmt nýjum stöðlum um bætta siði í samfélaginu nær mútusamningurinn ekki lágmarkskröfum. Hann er út í hött. Umhverfisráðherra ber því að hafna honum.