Hálftími hálfvitanna fór í dag í að ræða mútur Landsvirkjunar til Flóahrepps utan dagskrár. Það er að segja um meðferð ráðherrans á málinu. Ekki kom mér á óvart, að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn styðja múturnar og vísa til dóms Hæstaréttar. Minna var gargað en venjulega á Alþingi að þessu sinni. Gargið byrjaði að gagni í umræðu um dagskrá Alþingis, sem kom beint á eftir. Mútur hafa alltaf farið vel flokkum helmingaskiptanna. Þeir áttu daginn á Alþingi. Hálftímar hálfvitanna urðu langir, áður en upp var staðið. Og svo stendur blessað orkuverið við Urriðafoss ennþá fast, af því að IceSave hangir fast.