Mýktina í hásæti

Punktar

Grein hestaritsins Cavallo um skandalinn á heimsleikum íslenzka hestsins er komin og farin. Hún hefur ekki leitt til umræðu um meðhöndlun á góðgangi. Menn afsaka sig með, að myndirnar sýni óheppilegt andartak í reiðinni. Með því að góðgangur geri aðrar kröfur en brokk og stökk. Með því, að brekkan heimti tætingar á sýningum. Betra væri að taka mark á sérfræðingum Cavallo, setja nýjar dómreglur og breyta dómum. Við eigum ekki að sýna hlunka, sem þurfa róttækar aðgerðir til að komast á skeið og tölt. Við eigum bara að sýna eðlismjúk hross. Og leiða þau til hásætis í hrossarækt hér á landi.