Myllusteinn Fréttablaðsins

Fjölmiðlun

Lykillinn að velgengni Fréttablaðsins er útburður í hús. Blaðið kemst því ekki nær fólki með því að hætta útburði utan höfuðborgarsvæðisins. Slíkt er augljóst og skaðlegt undanhald, mislukkuð sparnaðartilraun. Fréttablaðið þarf ekki að spara af því, að rekstur þess sjálfs sé svo erfiður. Raunar er blaðið frábær seðlaprentvél. Hins vegar þarf það að standa undir tapi af ævintýrum í útvarpi og einkum í sjónvarpi. Og standa undir fjölmennri yfirstjórn, sem fylgir slíkum rekstri. Fréttablaðið ber mestan kostnaðinn. Vandinn er því sá, að ljósvakinn er myllusteinn um háls Fréttablaðsins.