Myndastyttur af konum

Punktar

Sammála Jóni Gnarr um, að við þurfum styttu af Björk við Hörpuna, helzt mjög stóra. Samt ekki með ljósasjóvi, það er of gróft. Þurfum að skapa fleiri myndafæri fyrir ferðamenn. Björk er frægasti Íslendingurinn nú um stundir og gæti haft sama aðdráttarafl og Hallgrímskirkja. Þar er alltaf krökkt af ferðamönnum. Ég styð líka plebejíska eftirlíkingu af sögualdar-sverðinu á kafi í Melatorgi. Einkum vantar þó myndastyttu af Vigdísi Finnbogadóttur, sem markaði þáttaskil í samspili kynjanna. Ekki dugar, að bara séu til styttur af körlum. Björk og Vigdís eru kjörnar til að brjóta ísinn.