Málsókn Alþingis gegn níumenningunum er pólitísk. Málsatvik eru, að löggur og starfsmenn réðust á borgara. Eyddu myndaupptökum til að fela það. Einnig kæra þeir ekki eðlilega fyrir að trufla Alþingi. Heldur fyrir árás á sjálft þingræðið. Fyrir eins konar byltingartilraun. Auðvitað tómt rugl úr Helga Bernódussyni skrifstofustjóra, stutt af Ástu R. Jóhannesdóttur þingforseta. Vandinn er sá, að einn kjána héraðsdóms dæmir. Pétur Guðgeirsson er þræll kerfisins. Leyfði búktal þingvarða gegnum talstöð og heyrnartól. Kjánaleg meðferð hans á of stóru máli í of litlum dómsal hefur verið hreint skrípó.