Myndir á Stonehenge

Punktar

Vísindamenn við Wessex fornfræðistofnunina hafa notað leysigeysla til að finna höggnar myndir á Stonehenge-steinunum, sem sjást ekki lengur með berum augum vegna veðrunar. Lokið er að skanna þrjá steina af 83. Þegar verkinu er lokið, vænta fræðimenn þess, að myndirnar leiði í ljós, til hvers Stonehenge var notað, þegar það var reist fyrir 4000-5000 árum. Frá þessu segir í >BBC.