Myndlist eða eldhús

Veitingar

Flest myndlistar-eldhús íslenzkra veitinga eru dýr. Aðalréttir kosta um 5000 krónur. Fólk borgar ekki slíkar upphæðir, nema af sérstöku tilefni. Enda eru fínu staðirnir hálfskipaðir á kvöldin og þunnt skipaðir í hádeginu. Nóg er af ódýrari stöðum og þá er ég ekki að tala um skyndibitastaði. Sumir ódýrari staðanna bjóða fína matreiðslu, en ekki eins listræna. Þeir eru sneisafullir á hverjum degi. Staðir eins og Þrír frakkar og Jómfrúin. Þangað fer fólk til að hittast án þess að stressast. Markaður er fyrir fleiri staði af því tagi, þótt áfram muni nýir myndlistarsalir eldamennsku eiga erfitt uppdráttar.