Menn eru að átta sig á, að flug er einn versti mengunarvaldur heims. Samt er flug ekki skattlagt sem slíkt. Ekki einu sinni er vaskur innheimtur af flugfarseðlum. Það er náttúrlega ekki nógu gott. Eðlilegt er að skattleggja flugfarþega fyrir menguninni, sem þeir valda, eins og bíleigendur eru skattlagðir í benzíni. Svo ætti ríkisvaldið að ganga á undan með góðu fordæmi og taka upp símafundi í stað hefðbundinna funda. Ódýrt er að búa út herbergi í ráðuneytum fyrir myndasímafundi, sem mundu spara skattgreiðendum stórfé og draga úr mengandi flugi.