Frá þjóðvegi 814 á mótum Hörgárdals og Myrkárdals um Myrkárdal til Svelgs í Hörgárdal.
Byrjum við mót Hörgárdals og Myrkárdals. Förum vestur Myrkárdal og síðan suður Sandárdal austan ár að vatnaskilum tveggja Sandáa í 940 metra Hæð. Áfram til suðurs um jaðar Tófuhrauns og fyrir austan Sandárgil niður að Svelg.
15,0 km
Eyjafjörður
Nálægar leiðir: Hjaltadalsheiði, Hörgárdalsheiði.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort