Myrkrið er komið

Punktar

Neyðarlögin í Tyrklandi afnema mannréttindi í landinu. Lögreglunni er heimilt að gera hvað sem henni þóknast. Hún má fyrirskipta útgöngubann, fundabann, tjáningarbann, og umferðarbann. Því er tímabært að vísa ríkinu úr Nató. Einnig að binda enda á samninga um inngöngu í Evrópusambandið. Undir stjórn Recep Tayyip Erdoğan er Tyrkland komið á róttækan miðaldaveg íslamista. Erdoğan segir til dæmis sjálfur, að karlar séu konum æðri. Á fimmtán árum hefur Tyrkland fært sig frá Evrópu inn í miðaldamyrkur íslams. Fyrir fimmtán árum var Istanbul vestræn og frjálsleg, en nú eru flestar konur komnar með þrælsmerki slæðunnar.