Mýtur atvinnurekenda

Punktar

Samtök atvinnurekenda eru í hringferð um landið til stuðnings pólitískum armi sínum. Þau fara með nokkrar mýtur, sem ljúft er að leiðrétta. Þegar talað er um mun þeirra ríkustu og fátækustu, á að nota eignir, en ekki tekjur. Í þeim felst vaxandi ójöfnuður. Þegar talað er um laun í evrum, á að nota nýtt gengi, en ekki gamalt. Þá kemur í ljós láglaunastaða Íslands. Þegar talað er um skiptingu þjóðartekna, þarf að taka tillit til „hækkunar í hafi“. Þá kemur í ljós lélegur hluti launafólks. Vegna „hækkunar í hafi“ er skattþyngd á stóreignafólk of lág. Mýtur atvinnurekenda eru þannig allar hefðbundið og ómarktækt hagsmunarugl.