Sportleið frá Gautlöndum í Mývatnssveit á Stóraás og til baka að Stöng í Mývatnssveit.
Gautlönd eru gamalgróið menningarsetur. Jón Sigurðsson á Gautlöndum var lengi alþingismaður og forustumaður í samvinnuhreyfingunni á upphafsárum hennar. Sonur hans, Sigurður Jónsson var einnig þingmaður og forustumaður í samvinnuhreyfingunni. Stöng er gamalgróið ferðaþjónustubýli, sem býður fjölbreytta gistingu. Stóriás er langur og lágur ás, sem liggur frá Sandfelli langleiðina suður að Víðikeri. Í ásnum er lyng, í lægðunum umhverfis er mýragróður og þar á milli er víðir af ýmsu tegundum.
Byrjum á brúnni yfir Gautlandalæk við Gautlönd. Förum með leyfi landeiganda vestur um bæjarhlað og síðan suður um tún að hliði í efsta horni hliðsins. Förum um hliðið inn á jeppaslóð á Mývatnsheiði. Sláum okkar fljótlega meira til vesturs og komum sunnan við Sandfell að jeppaslóð milli fellsins og Sandvatns. Sú slóð kemur inn á slóð frá Engidal, sem liggur um Sandfell til Stangar. Við förum suður veginn í átt að Engidal. Þegar vegurinn víkur til vesturs frá vatninu, förum við reiðslóð til suðurs meðfram girðingu frá eyðibýlinu Stóraási. Við förum austan við Bjarnapoll og á Stóraás svo langt sem okkur lystir. Leiðin endar við Grjótá, sem leiðir okkur að Víðikeri í Bárðardal. Við förum sömu leið til baka að Sandfelli. Þar förum við með veginum yfir fellið að Stöng. Þaðan liggur Gullvegur vestur um Fljótsheiði.
20,6 km
Þingeyjarsýslur
Nálægir ferlar: Engidalur.
Nálægar leiðir: Gautlönd, Sandfell, Hrísheimar.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson