N1 tunnar árangurslaust

Punktar

Hreyfing er komin á ýmis framfaramál. Vel heppnaður sameiginlegur fundur stjórnarflokkanna um auðlindir gefur vonir um, að ríkisstjórnin taki þar við sér. Fjárhagur ríkisins er kominn í skorður eftir mikinn niðurskurð og nokkra skattahækkun. Kreppan er komin á botn og nú stefna allir vegvísar upp á við. Sérstakur saksóknari er kominn með nokkra bófa í gæzluvarðhald og fer sennilega að kæra þá og fleiri. Komin eru margvísleg úrræði til að létta byrðar almennra skuldara. Þjóðaratkvæði verður um aðild að Evrópusambandinu. N1 stendur fyrir tunnumótmælum, sem tekst ekki að koma Flokknum til valda.