Alþingi hefur svo mikinn tíma til ráðstöfunar, að það hafði tíma til að taka frí í dag. Þótt tugir mála séu á dagskrá og stjórnarskráin frosin í miðjum klíðum. Þótt umbi Sjálfstæðisflokksins í Samfylkingunni segi tímann ekki nægan fyrir stjórnarskrá. Þótt málþófsmenn Flokksins vilji ræða í hundruð klukkustunda um, að fara þurfi að ræða stjórnarskrá. En ræða bara annað, svo sem um fundarstjórn forseta. Ekki veit ég, hvort þeir kjósendur hugsa, sem ramba ráðvilltir milli Flokksins og Framsóknar. Horfa aldrei í sjónvarpi á skrípaleik Flokksins og Framsóknar á verklausu alþingi. En þetta vilja þeir.