Nærri allir vilja Kyoto

Punktar

Með yfirgnæfandi meirihluta samþykkti þingið í >Kanada í gær Kyoto-samninginn um loftslag jarðar eftir langvinnt málþóf stuðningsmanna bílaiðnaðarins. Sama dag samþykkti >Nýja-Sjáland samninginn. Við það magnaðist gagnrýni í nágrannalandinu Ástralíu á ríkisstjórnina þar í landi fyrir að hafa einangrað landið með Bandaríkjunum í andstöðu við samning, sem nýtur alþjóðasáttar. Rússland hefur samþykkt samninginn, sem verður staðfestur í þingi landsins síðar í vetur. Evrópusambandið gekk skrefinu lengra á mánudaginn og samþykkti milliríkjaviðskipti um mengunarrétt. Slík viðskipti eru talin frábær leið til að flýta fyrir aðgerðum. Einangrun Bandaríkjanna og Ástralíu í þessu máli minnir á, að Bandaríkin hafa líka einangrast í andstöðu við Alþjóða stríðsglæpadómstólinn í Haag, í andstöðu við viðskiptabann á jarðsprengjum og í andstöðu við tugi annarra góðra sáttmála, sem alþjóðasamfélagið styður eindregið.