Flugstöð Leifs Eiríkssonar á að vera hlý, bjóða gesti velkomna með íslenzkum vörum og góðri þjónustu. Ekki næsti bær við helvíti með froðufellandi græðgi við hvert fótmál, löngum biðröðum og skítalykt. Leifsstöð á ekki að vera þriðji heimurinn, heldur næsti bær við himnaríki. Þetta mundi stofnunin skilja, væri hún ríkisstofnun. En hún hefur verið hlutafélagavædd, ráðið sér snarvitlausan forstjóra, sem froðufellur af græðgi, hatar starfsfólkið og skilur ekki bofs í gildi íslenzkrar menningarsögu. Isavia er gangandi auglýsing gegn einkavæðingu, rétt eins og Strætó. Eruð þið ekki orðin langþreytt á vitfirringu hlutfélaga?