Næsti bær við himnaríki

Punktar

Með hjálp fjölmiðla básúna umbar ríkisstjórnarinnar velsæld þrælanna. Skuldir þeirra minna í sífellu, þeir hafa það næstum bezt í heimi, eru hamingjuríkastir allra. Svo ekki sé minnst á ljúfu launin, sem eru nærri bezt í heiminum. Þessu er ekki beint að þeim helmingi þjóðarinnar, sem veit á eigin skinni, að þetta passar ekki. Því er beint að yfirstéttinni, svo að hún hafi ekki samvizkubit af kúgun þrælanna. Greifarnir eru að þétta raðirnar í vörn sinni gegn kröfum um bætt lífskjör. Og greifarnir trúa þessu enn, þótt þrælarnir sæki kröfur fast með verkfalli tugþúsunda. Veruleikinn sækir að sýndarveruleika blaðurfulltrúa.