Mér lízt vel á Smára McCarthy sem forsætisráðherra samsteypustjórnar á vegum pírata. Hefur skynsamleg rök fyrir góðum skoðunum og kann að setja hugsun sína fram á skiljanlegu máli. Hefur lengi starfað erlendis að mikilvægum efnum. Er einn fárra Íslendinga, sem eru alþjóðlega samkeppnishæfir á sínu sviði. Getur fundið málamiðlanir milli samstarfsaðila, þannig að allir standi sáttir frá borði. Þeir, sem eru orðnir landþreyttir á svæsnum lygum og græðgi hefðbundinna landsfeðra, fá góðan forsætis í Smára. Brýnt er, að allir kjósi og að píratar fái sem mest fylgi. Vísasti vegur okkar úr spillingu og ógeði fortíðarinnar.