Áhættusamt er að spá heimsendi. Daginn eftir koma hinir illkvittnu og gera grín að spámanninum. Þannig fór fyrir útvarpsklerkinum Harold Camping, sem spáði heimsendi árið 1994. Hann gafst samt ekki upp og spáir aftur heimsendi á morgun. Birtir um það auglýsingar víða um heim. Á sunnudaginn koma hinir illkvittnu og hía á hann. Eitthvað meira en lítið hljóta trúgjarnir að punga út til að svona spádómar borgi sig. Skammtímaminni trúgjarnra er svipað og gullfiskaminni Íslendinga. Sjálfstæðismenn minna mig á Harold Camping. Fóru fyrir löngu að kenna ríkisstjórninni um hrunið 2008. Og tugþúsundir trúa.