Upp úr miðnætti í nótt mátti heyra í kappakstri, spyrnu og klossbremsun vestast í Vesturbænum. Þetta stóð í um það bil klukkustund, heyrðist út á Seltjarnarnes. Ég vaknaði og hlustaði á lætin. Ekkert hef ég séð um þetta í fjölmiðlum morgunsins. Löggan hefur ákveðið, að kappakstur í húsagötum sé ekki fréttnæmur. Og fjölmiðlar birta ekki annað um löggumál en þann texta, sem löggan sendir þeim í tölvupósti. Fjölmiðlarnir hafa flúið skyldu sína. Þeir hafa því ekki hugmynd um það, sem gerist um nætur. Borgararnir hafa það ekki heldur, nema þeir séu svo heppnir að vakna upp við ólætin.