Næturlíf nú og fyrir hálfri öld

Ferðir

Fyrir fimmtíu árum var ég háskólastúdent í borg, sem þá hét Vestur-Berlín. Það var frjálslyndur staður. Baristar máttu loka, þegar þeir vildu loka, og þeir lokuðu, þegar kúnnarnir vildu fara. Ég kynntist þar í fyrsta skipti vinstra fólki, sem kveikti í húsum til pólitískra mótmæla. Og kynntist líka hægra fólki, sem barðist með sverðum í leyniklúbbum. Bjó hjá fjölskyldu, sem vildi bara leigja “aríum”. Bjó líka í Studentendorf, sem varð gróðrarstía stúdentauppreisna. Allt þetta var opinberun frá stöðnun og doða Íslands. Enn er Berlín á oddinum. Þar ólgar að minnsta kosti næturlífið sem aldrei fyrr.