Nafnbirtingar eru engin nýjung, sem komið hefur með prívatmiðlum. Fyrst með nafnið á íslenzka flugdólginum var New York Post sem er gamalt pappírsblað. Frá ómunatíð hafa nöfn ekki verið leyndó í Bandaríkjunum. Þar er ekki hræsni Moggans, sem birti frétt um nafnbirtinguna. En birti þar ekki nafn Guðmundar Karls Arnþórssonar, heldur tengdi inn á vefsíðu New York Post, þar sem fólk gat séð nafnið. Mjög Moggaleg hræsni. Pressan var eini fjölmiðillinn, er var laus við þessa séríslenzku hræsni, birti einfaldlega nafnið. Prívatmiðlarnir juku síðan dreifingu myndar af dólginum reyrðum með límbandi í flugsætið.