Nafnlausar misþyrmingar

Punktar

Ég sé og heyri í fjölmiðlum skýrslu um, að skólastjóri Heyrnleysingjaskólans hafi misþyrmt börnum og misnotað þau, sömuleiðis starfsmenn og kennarar skólans. Nokkrar persónur koma til greina. Þær liggja allar undir grun, því að fjölmiðlar birtu engin nöfn. Væri ekki betra, að birta nöfnin? Þá mundum við átta okkur á, hvaða skólastjórar, starfsmenn og kennarar voru ekki viðriðnir misþyrmingar og misnotkun. Skelfilegur ótti fjölmiðla og dómara við nafnbirtingar er kominn út í öfgar. Stór hópur manna er látinn liggja undir grun, af því að enginn þorir að segja allan sannleikann um perrana.