Höfundur veraldarvefsins, Tim Berners-Lee, er haldinn efa. Vefurinn breiðir út meiri lygi en sannleika, segir hann. Raunar segir hann vefinn vera orðinn samkomustað svindlara og lygara. Ef svo fari fram, verði vefurinn gagnslaus. Áður voru fullyrðingar og skoðanir merktar nöfnum manna eða upphafsstöðum, til dæmis í fjölmiðlum á prenti. Fínt er, að menn hafi sérstæðar skoðanir undir nafni. En vefurinn er sneisafullur af nafnlausu fólki, sem ælir á menn og málefni. Eina vörn okkar er að láta lýsa inn í myrkviðinn og birta nöfnin að baki IP talna hinna huglausu felumanna.