Barnanauðgarinn nafnlausi er utan verndar fjölmiðla og landsfeðra. Ekkert samkomulag er um, að nafni hans eða mynd sé leynt. Á mínum tíma í faginu sömdu ritstjórar aldrei um neitt og gera ekki enn. Hins vegar hafa ýmsir fjölmiðlar siðareglur. Þar eru takmörk sett nafn- og myndbirtingum. Ekki er birt, ef það skaðar hagsmuni fórnardýra, yfirleitt skyldmenna níðingsins. Slík regla er umdeilanleg, en hefur þó gefizt vel. Öðru máli gegnir um tilraunir til að þrengja hóp hinna grunuðu niður í “háskólaprófessor”. Það er gömul og súr uppfinning Moggans, sem aðrir fjölmiðlar hafa lapið upp.