Nafnspjöld og golf eru tabú

Fjölmiðlun

Einu sinni var ég í samneyti við erlenda ritstjóra einu sinni og jafnvel tvisvar á ári. Margs er skemmtilegt að minnast úr samræðum við skál. Þar lærði ég, hver sé munurinn á ritstjóra og venjulegum forstjóra. Í fyrsta lagi þykir ritstjóra niðurlægjandi að eiga nafnspjald. Hann sýnir aldrei neitt slíkt spjald. Í öðru lagi þykir ritstjóra niðurlægjandi að spila golf. Slíkt mundi nánast jafngilda brottrekstri úr félaginu. Einnig töluðu allir ritstjórar, sem ég hitti, af fullkominni óvirðingu um landsfeður sína. Stundum fóru þeir í mannjöfnuð um, hver ætti versta þjóðarleiðtogann.