Geir Haarde var vel látinn á sínum tíma, þótti skemmtilegur í samkvæmi. Með árunum hefur sigið á ógæfuhliðina. Hann hefur orðið fýldari og hvekktari en áður, einkum þegar hann varð forsætis. Hann sýnir blaðamönnum dónaskap, þegar þeir reyna að fá hann til að tjá sig um brýnustu þjóðmál. Hann vill, að þeir panti viðtöl og hann vill fá að hafna sumum viðtölum. Hann vill, að forsætisráðuneytið sé verndaður vinnustaður. Sumpart stafar fýla hans af nagandi ótta við að ráða ekki við starfið. Hann vill frið, þegar hann hefur siglt þjóðarskútunni inn í kreppu. Ekkert af því lagar hann með dónaskap.