Nágranni frá helvíti

Punktar

Við ríðum sjaldan á þjóðvegum, yfirleitt eins langt frá þeim og mögulegt er. Fyrir tíu árum var hægt að ríða meðfram fáförnum vegum, en nú er það ekki hægt lengur. Bílstjórar eru miklu hættulegri en þeir voru áður. Þeir hafa ekki lengur tíma. Ef þeir sjá hrossahóp á vegi, tryllast sumir. Við þurftum að fara veginn niður af Öxarfjarðarheiði. Á eftir okkur ók geðveik kona, sem þeytti flautuna og hreytti ókvæðisorðum. Mesta mildi var, að hross fældust ekki og fólk slasaðist ekki. Risnar eru kynslóðir, sem ganga fram í taumlausri frekju og yfirgangi. Nágrannar frá helvíti vaða um allt.