Námskeið fyrir Davíð

Punktar

Eitt námskeiða minna er nánast sérhannað fyrir margreyndan Davíð Oddsson. Námskeið í ritstjórn, sem sýnir, hvernig ritstjórar eiga að vera. Reynsla þeirra á öðrum vettvangi kemur ekki sjálfgefið að gagni á ritstjórn. Ég kenni, hvernig þeir eiga að hafa hendur í vösum og halda þeim í vösunum, þegar þeir skoða gölluð handrit blaðamanna. Sýni, hvernig ritstjórar eiga að halda uppi góðum anda á ritstjórn, hvernig þeir kenna blaðamönnum að kenna sér sjálfum. Þar að auki fjalla ég rækilega um ritstjórn tímarita og ýmsar tegundir leiðara. Og um erfiðleikana, sem steðja að hefðbundnum fjölmiðlum.