Senn byrjar námskeið hjá mér í Háskólanum í Reykjavík um ritstjórn. Það er spennandi viðfangsefni. Hafði kennt rannsóknablaðamennsku, fréttamennsku og textastíl þar í fyrra. Engin góð kennslubók er til um ritstjórn, ekki einu sinni á ensku. En ég hef náð saman góðum pakka nýrra bóka, sem samanlagt spanna hugtakið ritstjórn. Bækurnar eru allar skrifaðar af ritstjórum, en ekki fjölmiðlafræðingum. Þær gefa þáttakendum námskeiðanna innsýn í helztu þætti ritstjórnar. Svo sem stjórnun og þjálfun starfsfólks, leiðara og siði, tímarit og sérútgáfur, hönnunar- og myndritstjórn. Mjög gott mál.