0206 Lesendur – Skipulag

0206

Blaðamennska
Lesendur – Skipulag

Fjórar tegundir lesenda:
1. Sumir vilja fylgjast með, vita um samfélagið, umhverfi sitt. Fréttamiðill er kaffihús upplýsinga. Þessir lesendur ætlast til, að fjölmiðillinn færi þeim nokkurn veginn heildstæðan pakka af fréttum á ótalmörgum sviðum.

2. Sumir vilja vera í félagslegu sambandi, nota blaðaefni í samtölum. Tilvitnun í frétt brýtur ísinn í samtali. “Sástu fréttina á Stöð 2 um …” Þetta er svipað og aðrir nota bíómyndir til að brjóta ísinn. Oft eru þetta smáfréttir.
3. Sumir vilja afþreyingu. Vel skrifað og upp sett, persónulegt, ágengt blað vekur mörgum lesendum gleði. Margir hafa ánægju af tvíeggjuðum fyrirsögnum eða eitruðum bréfum til ritstjórans. Þeir vilja ekki að fjölmiðillinn sé leiðinlegur.

4. Hjálp við ákvarðanir, við að lifa lífinu. Hvar eru tilboðin, hvernig á að fá gert við bilanir, hvernig á að umgangast hrotur. Líf okkar felur í sér margs konar ákvarðanir, sem kalla á þekkingu. Fréttamiðillinn er vinur í þeirri raun.

Lesendur:
Þeir eru margs konar, góðborgarar, frjálslyndir, forvitnir, uppreisnargjarnir. Þeir hallast að mismunandi fjölmiðlum, sem hafa mismunandi stíl. Sumir vilja tempraða uppsetningu, aðrir eru fyrir æsinginn.

Önnur skipting í fjórar tegundir lesenda:
1. Hræsnarinn.
Vill ekki láta raska ró sinni. (Mbl)
2. Hinn forvitni
Tekur rólega fjölmiðlun besta, en telur, að óróleg fréttamennska eigi rétt á sér. (Fréttablaðið)

3. Hinn uppreisnargjarni
Telur þjóðfélagið vera fullt af vandamálum, sem fjölmiðlar eigi að koma upp um. (DV)
4. Hinn skemmtanafíkni.
Vill fyrst og fremst láta skemmta sér. (Séð og heyrt)

Ábyrgð og skipulag:
1. Útgefandi: Umboðsmaður eigenda, ræður or rekur ritstjóra.
2. Framkvæmdastjóri: Oft prókúruhafi. Fjármál og rekstur.
3. Ritstjóri: Ábyrgðarmaður gagnvart lögum. Varðveitir ritstjórnarstefnu.

4. Fréttastjóri, innblaðsstjóri: Aðalverkstjórar á ritstjórn.
5. Vaktstjóri: Verkstjóri á vakt. Raðar inn á síður blaðsins.
6. Efnisþáttarstjóri: Yfirmaður efnisþáttar. Sportstjóri. Menningarstjóri.

Veraldlega valdið:
1. Framkvæmdastjóri: Oft prókúruhafi. Sér um fjármál, rekstur.
2. Markaðsstjóri: Reynir að sjá fjölmiðilinn með augum notandans.
3. Auglýsingastjóri: Sér um auglýsingar og smáauglýsingar.

4. Dreifingarstjóri: Minnir sífellt á, að menn standist tímasetningar.
5. Tölvutæknistjóri: Veit hvað er á seyði bak við lyklaborðin.
6. Framleiðslustjóri: Sér um flæði blaðsins og réttar tímasetningar þess.

Deildafundir daglega (fréttafundur, innblaðsfundur, helgarblaðsfundur).
Yfirmannafundir daglega (forsíða, ákvörðun burðarfrétta, frétta undir strik, eindálka).
Fagfundir vikulega (íþróttir, ljósmyndir, prófarkir, umbrot).

Gæðafundir vikulega (kennsla, áherslubreytingar, hugmyndir).
Framtíðarskrá (fyrir vikuna, fyrir mánuðinn, fyrir næsta ár).
Verkefnaskrá (einstakra blaðamanna, þeir halda utan um, strika út, bæta við).

Sex reglur um vinnuskipulag:
1. Ekki eru allar hugmyndir góðar. Hugmyndir geta komið frá hverjum sem er.
2. Skipulegðu, skipulegðu fram í tímann. Settu upp áætlanir.
3. Ekki fara einföldustu, ódýrustu leiðina. Það getur hefnt sín.

4. Skildu, hvenær málið er dautt. Á endanum verða lesendur leiðir.
5. Hafðu hugmyndir í vinnslu. Fleiri en ein varahugmynd er heppileg.
6. Líttu á hugmyndina sem verkefni, ekki sem vandamál. Vekefni eru til að leysa þau.

Stórfrétt:
Útkall, skipulag þess, hverja á að kalla inn. Blaðamenn og ljósmyndarar strax á vettvang. Verkaskipting og stjórnborð verkaskiptingar. Besti höfundurinn safnar efni saman og endurskrifar. Opna göt í blaðinu fyrir stórfréttina.

Setja upp stjórnstöð á vettvangi, ef þarf. Hafa einn/tvo blaðamenn til vara.
Láttu ekki smáfréttir vefjast fyrir stóru fréttinni. Sveigjanleiki flæðisins er notaður til hins ítrasta til að rýma til fyrir stórfréttinni.

Dómstólar og glæpir:
Nákvæmni skiptir mestu, ekki fara rangt með neitt. Lögregla og dómstólar reyna oft að fela staðreyndir. Þú verður að þekkja reglurnar, kunna réttarstöðu þína. Upplýsingalög eiga að heimila blaðamönnum að komast í skjöl.

Þekktu verkaskiptingu embætta og skilgreiningu orðaforða þeirra. Muna að fylgja máli eftir alla leið, þótt það taki ár og daga. Gættu að því, að skráningar hjá lögreglu geta verið misvísandi. Stórmál getur verið að baki titilsins: Innbrot.

Blaðamaður þarf að vita, hver er munur á kæru og ákæru. Hver sé munur á morði og manndrápi. Hver sé munur á vitni og grunuðum. Góð samskipti þarf við lögreglu, dómara, lögmenn. Gott er að þeir sjái, að þú skilur hugtök þeirra.

Verkefni:
Segðu í 100 orðum frá starfsgrein, sem þú þekkir af fyrri reynslu.