0209
Blaðamennska
Ljósvaki
Blaðamaður á prentmiðli segir söguna eins og hún gerðist. Blaðamaður á ljósvakamiðli segir söguna eins og hún gerist eða er að gerast. Inngangurinn getur breyst í sífellu að frétt, sem er að gerast.
Ljósvakafréttir hafa áhrif á sjálfan atburðinn. Friðsamleg mótmæli breytast í uppþot, þegar upptökuvélar sjást á staðnum. Blaðamenn verða að gera sér grein fyrir mismun á raunverulegum atburðum og þeim atburðum, sem snúast um ljósvakann.
Handhæg myndskeið hafa mikil áhrif á matið á því, hvað sé nýjast og mikilvægast. Innihald þeirra hefur mikil áhrif á inngang sögunnar og gegnum hann á söguna alla. Dæmi í bókinni um ýmsar sögur frá bruna í Stafford Building.
Í fréttum útvarps á klukkutíma fresti viltu fá nýjustu fréttir líðandi stundar af brunanum. Í morgunfréttum umferðarinnar viltu fá það merkasta, sem gerðist í brunanum um nóttina. Í kvöldfréttum sjónvarps vildu fá það merkasta yfir daginn.
Með aukinni þróun í átt til fréttasjónvarps, færast sögur í útvarpsformið, segja alltaf fyrst frá því, sem er að gerast þá stundina í málinu og fylgja svo eftir með yfirliti þess, sem búið er að gerast í málinu.
Þegar þú skrifar um Lækjartorgsbrunann, ímyndar þú þér, að vinur þinn sé að spyrja þig frétta um hann. Texti þinn endurspeglar svör þín við spurningunum. Þú svarar þeim lið fyrir lið í sömu röð og þær eru settar fram. Dæmi um þetta í bókinni.
Ljósvakaskrif:
Næstum allt er skrifað niður. “Ad libbing” er sjaldgæft nú til dags.
Endurritanir eru nauðsynlegar, líka endurritanir efnis annarra.
Hæfni til að skrifa undir álagi og standast tímasetningar.
Ljósvakamenn líta aðeins öðrum augum á mál en prentmiðlamenn.
Lengd sögu í sjónvarpsfrétt er 20-30 sekúndur, hámark 2 mínútur.
Þess vegna eru þar oft notaðar sögur, sem aðeins henta útvarpi eða sjónvarpi.
1. Tímahrak. Prentmiðlamenn einu sinni á dag, ljósvakamenn mörgum sinnum.
2. Ekki útskýringar. Ljósvakamenn forðast fréttir, sem þarf að skýra.
3. Heyrn og sýn. Fólk vill fréttir, sem hægt er að heyra eða sjá.
Í stað sjö Hv-anna eru notuð: Nákvæmni, skýrleiki, þéttleiki, litur.
Nútíð, ekki þátíð. Samræðustíll, textinn þarf að virka sem talað mál.
Hinn þétti stíll ljósvakamiðla er það sem byrjendur ráða síst við.
Forðist atviksorð og önnur smáorð, notið sagnir og nafnorð. Notið framsöguhátt.
Notið stuttar setningar. Ljósvakafréttir þurfa að ná athyglinni í upphafi, segja þar ekki alla söguna. Fella þarf út upplýsingar til að koma frétt fyrir.
Ekki notaður píramídi, heldur “leikræn eining”. Hápunktur, orsök, áhrif.
Píramídann má klippa að neðan, en leikræna einingu ekki, hún er heild.
Ljósvakafréttir nái athyglinni í upphafi, segi þar ekki alla söguna.
Tólf ljósvakareglur:
1. Forðist skammstafanir. Notið aðeins þær allra algengustu.
2. Forðist beinar tilvitnanir. Þær eru erfiðar í töluðu máli án gæsalappa. Í staðinn “haus í mynd”.
3. Heimildarmanns er getið á undan tilvitnun.
4. Notið lítið af greinarmerkjum. Þau trufla bara upplestur.
5. Sléttið út tölur og vísitölur. Nákvæmar tölur henta ekki töluðu máli.
6. Persónugerið fréttirnar, svo að hlustandinn, áhorfandinn fái áhuga.
7. Forðist að nota tákn á leturborðum. Skrifaðu dollara og pund fullum stöfum.
8. Notið hljóðskrift fyrir erfið orð. Skrifaðu “ka-RA-kas” (Caracas) vegna áherslunnar.
9. Forðist fornöfn. Annars þarftu að vera viss um, að þau vísi rétt.
10.Forðist innskotssetningar eftir mannanöfnum. Þær geta valdið misskilningi.
11.Notið nútíð sagna. Það færir fréttirnar nær líðandi stund.
12.Forðist aukasetningu í upphafi málsgreinar. Slíkt truflar notendur.
Sjónvarpsfréttir: Stuttar málsgreinar, kunnuglegt orðaval, skýr framsetning. Lengdin passi. Notið nútíð sagna. Persónuleg framsetning. Heimildarmanns getið framan við tilvitnun. Tölur notaðar sparlega og sléttaðar út.
Sjónvarpsfréttir eru hópvinna. Fréttamaðurinn stendur ekki einn og talar og talar. Myndbönd og myndskeið hafa gerbreytt sjónvarpsfréttum. Nú er ekki eins mikil truflun og áður á vettvangi við öflun sjónvarpsfrétta.
Sjá nánar: Malcolm F. Mallette,
Handbook For Journalists, 1998
Verkefni:
Sendu inn 50 orða útvarpsfrétt, sem fer eftir reglum þessa fyrirlestrar.