0211
Blaðamennska
Fréttahaukar hafa orðið I
Safn greina eftir fræga starfsmenn Associated Press ásamt lýsingum höfundanna á vinnubrögðum sínum. Greinarnar sjálfar eru gott dæmi um rannsóknablaðamennsku og vel skrifaðar fréttir, sem hér mundu birtast í sunnudagsútgáfum.
Jerry Schwartz: AP Reporting Handbook, 2002
George Esper
Gandhi við Esper: “Ég reikna með, þegar ég fer yfir móðuna miklu og stend við gullna hliðið, að fyrsta persónan, sem ég hitti, verði fréttamaður Associated Press.”
Ted Anthony:
Þegar hann fær hugmynd, les hann hana inn á band. Bestu hugmyndirnar koma við hversdagslegar aðstæður, ekki við skrifborðið. Vandinn er ekki að finna hugmyndir, heldur virkja hugmyndir, sem streyma fram.
Þegar ég fer til miðvesturríkjanna tek ég eyrnalokkinn af mér. Ég vil að fötin séu ópersónuleg, svo að ég geti talað við alla, óháð stöðu þeirra eða viðhorfum.
Þú átt ekki að nota sjálfsaga í að velja, hversu miklu efni eigi að safna. En þú skalt nota sjálfsaga í að velja, hversu mikið á að skrifa. Þú hefur aldrei nógu mikið af smáatriðum til að vinna úr og þú veist ekki, hvaða smáatriði þú notar að lokum.
Hann notar stundum sérfræðinga til að afla sér þekkingar til að spyrja fólk, sem lenti í atburðunum. Hann hefur langan lista yfir slíkan sérfræðinga. Hann fær sex eða sjö ný nöfn á listann, þegar hann les sunnudagsútgáfu New York Times.
Jules Loh:
Hann reynir að hafa í hverri sögu lýsingu á því, hvar hann er og hvern hann er að tala við, hvar sem hann staddur. Hann telur kost að geta verið nafnlaus og óþekktur á ferli.
Hann lýsir því sem hann sér. Því fleiri svör, sem hann fær, því meira spyr hann. Hann segir, að öflun upplýsinga sé grundvöllur góðs fréttastíls. Ef hann veit mikið um málið, þarf hann ekki að skýla sér bak við sérfræðinga.
Helen O’Neill:
Notar ekki segulband við skriftir, en tekur raddir viðmælendanna upp á band. Skrifar ekki niður hvert orð og notar lítið af tilvitnunum, sem hún telur vera uppfyllingarefni. Hún fyllir minnisbækur sínar með smáatriðum.
Hillel Italie:
Þetta var klukkutíma viðtal innan um aðrar tímasetningar. Slík viðtöl eru oft yfirborðskennd þvæla, en þurfa ekki að vera það. Italie nefndi sjaldséða kvikmynd, sem Fonda hafði leikið í og sýndi þannig, að hann væri fagmaður.
Eftir það var Fonda óstöðvandi og fór líka að tala um Víetnam. Slæm viðtöl byggjast ekki á slæmum viðmælendum, heldur fíflalegum spurningum.
Því nær sem þú ert vinnu fólks, þeim mun meira færðu af sannleika og því nær sem þú ert persónu fólks, þeim mun meira færðu af lygi. Rannsóknir eru helmingurinn af vinnu viðtalsblaðamannsins, hinn helmingurinn er sálrænn undirbúningur.
Linda Deutsch:
Skúbb eru ekki algeng í fréttum úr réttarsölum. Munur fréttanna er í túlkun og framsetningu. Hvernig þú sérð hlutina. Lögmenn elska að tala, aðallega um starf sitt. Þeir vilja líka útskýra mál fyrir þér. Málsskjöl eru bestu heimildirnar.
Dag hvern fyllir hún heila minnisbók. Hún skrifar orðrétt niður spurningar og svör. Hún merkir með rauðu mikilvægu atriðin og setur rauða stjörnu á það, sem getur orðið inngangur dagsins.
Daniel Q. Haney:
Hann tekur flóknustu fréttir úr heimi læknavísindanna og gerir þær skiljanlegar almenningi, sem ekki þekkir hugtök fagstéttarinnar. Hann fer á læknaþing og les fræðirit lækna.
Hann tekur viðtal við marga, en birtir fátt af því. Mörgu viðtölin staðfesta, hvort menn séu sammála um málið eða hvort það sé umdeilt. Ef menn eru sammála, þarf hann ekki að fela sig bak við tilvitnanir og getur skrifað söguna beint.
Hann tekur flest viðtöl í síma og hamrar þau jafnóðum á tölvu, nær nokkurn veginn orðréttu samtali. Hann vill þó líka fara á vettvang og vera viðstaddur uppskurði.
Hann reynir að byrja ekki á brandara, finnst það vera hallærislegur hugmyndaskortur.
Hann safnar helstu tilvitnunum á sérstaka síðu, helstu atriði fréttarinnar á aðra síðu og síðan gerir hann lista yfir það, sem hann vill hafa í fréttinni.
Jerry Schwartz:
Skrifaði grein um uppgjafahermann úr Víetnamstríðinu. Hann fann allt fólkið með því að leita á Google. Fann uppgjafahermenn, ekkjur, afkomendur, sagnfræðinga. Öll greinin er upp úr heimildum, sem liggja á vefnum.
Sjá nánar: Jerry Schwartz:
AP Reporting Handbook, 2002
Mohatas Gandhi: “Ég reikna með, þegar ég fer yfir móðuna miklu og stend við gullna hliðið, að fyrsta persónan, sem ég hitti, verði fréttamaður Associated Press.”