0239
Blaðamennska
Forsendur hönnunar II
Tim Harrower, Newspaper Designer’s Handbook, 2001
Fyrirsagnir: Sterkasta vopnið, sjást í þriggja metra fjarlægð:
1) Hafðu þær í samræðustíl, ekki í símskeytastíl (Solons hint bid mulled).
2) Skrifaðu í nútíð og germynd.
3) Forðastu að klippa hugtök milli lína.
Fyrirsagnir hafa ferns konar tilgang:
1) Draga saman efni sögunnar.
2) Forgangsraða sögum, með stærð sinni.
3) Freista lesandans.
4) Eru akkeri í skipulagi síðunnar.
Fyrirsagnir eru núna
1) Í lágstöfum, nærri eingöngu.
2) Jafnaðar vinstra megin.
3) Breiðar fremur en mjóar.
4) Með eða án undirfyrirsagna.
Sérstakar fyrirsagnir:
1) Yfirfyrirsögn, “kicker”
2) Undirfyrirsögn, “deck”
3) Hamar, “hammer”, mjög stutt aðalfyrirsögn + löng undirfyrirsögn.
4) Uppbrot, “raw wrap”, fyrirsögn nær ekki yfir allt meginmálið, sem brýst upp.
5) Söðull, “sidesaddle”, fyrirsögn við hlið meginmáls.
6) Þrífótur, “tripod”, undirfyrirsögn í fleiri línum við hlið aðalfyrirsagnar.
Fyrirsagnir eru merktar, t.d. 3-30-1:
1) Dálkafjöldi.
2) Punktastærð.
3) Línufjöldi.
Ef dálkar fyrirsagnar eru þrír, má hafa línur tvær.
Ef dálkar fyrirsagnar eru tveir, má hafa línur tvær-þrjár.
Ef dálkur fyrirsagnar er einn, má hafa línur þrjár-fjórar.
Textahugtök:
Stunga, “typeface”, t.d. New Times Roman.
Stærð, “size”, í punktum.
Aukafótur, “exta leading”, milli kafla.
Þrenging, “set width”, þrenging leturs til að láta texta passa.
Þétting, “tracking”, þétting leturs til að láta texta passa.
Inndráttur, “indent”, fyrsta lína í málslið er dregin inn.
Hangandi inndráttur, “hanging indent”, allur texti inndreginn.
Antíkva, “serif”, venjulegt textaletur með broddstöfum.
Steinskrift, “sans serif”, broddlaust letur notað við sérstakar aðstæður.
Skáletur, “italic”, til áherslu.
Feitt letur, “bold”, til áherslu.
Agata, “agate”, örsmátt letur.
Jafnað til vinstri, “flush left”.
Jafnað til hægri, “flush right”.
Jafnað beggja vegna, “justified”, almennt á dagblöðum.
Íslensk dagblöð nota punkta í leturstærðum, en sentimetra að öðru leyti. Einn sentimetri er rúmlega 28 punktar.
Riss: Þótt hönnun og umbrot séu nú gerð í tölvum, er gott að gera líka riss af síðu. Þau eru oft í 50% stærð.
Dálkar verða of stuttir, ef þeir fara niður fyrir 5 sentimetra og og of langir, ef þeir fara upp fyrir 25 sentimetra. Þeir verða of mjóir, ef þeir fara niður fyrir 4 sentimetra, of breiðir, ef þeir fara upp fyrir 9 sentimetra.
Ljósmyndir: Fólk er orðið svo vant sjónvarpi og tímaritum, að það býst við litmynd með nærri hverjum texta í dagblaði. Ljósmyndir eru ýmist láréttar (algengastar) eða lóðréttar (erfiðari í umbroti), sjaldan ferningar.
Myndatextar: Myndatextar eru nauðsynlegir til að tengja saman mynd og megintexta. Þeir eru oftast í annarri leturstungu en meginletrið. Þeir eru oftast neðan við mynd og jafnbreiðir henni. Við hlið myndar þurfa þeir að vera minnst 2,5 sm.
Þú kemst af með fjórar leturstungur í dagblaði:
1) Auðlæsilegt textaletur.
2) Fyrirsagnaletur.
3) Letur til sérnota, í kennimörk og fastahausa.
4) Letur í ramma, gröf, myndatexta.
Með því að nýta sér einfalt letur, feitt letur og skáletur af hvoru tveggja er hægt að komast af með eina leturstungu í fjórum útgáfum. Betra er þó að vera með aðeins meiri fjölbreytni. Textaletur er yfirleitt ekki minna en 8 punkta.
Tækni við hönnun og umbrot:
1) Ritstjórnarkerfi: SaxoPress.
2) Umbrotskerfi: InDesign, QuarkXpress.
3) Teiknikerfi: FreeHand, Illustrator.
4) Myndvinnslukerfi: Photoshop.
Hönnuðir þétta oft letur stafrænt, allt of oft. Fyrirsagnir verða ekki lengur faglegar, þegar búið er að þétta þær mikið. Letur er hannað til að vera í sinni breidd.
Sjá nánar:
Tim Harrower, Newspaper Designer’s Handbook, 2001