Námskeiðið fléttar saman kunnáttu í meðferð nýrra fjölmiðla. Nemendur fá þjálfun til starfa við fjölbreytta útgáfu. Raktar kenningar um næstu skref í þróun nýrra miðla.
Kannaðir eru möguleikar á rekstri eigin vefmiðla. Nemandi þrói viðskiptahugmynd að vefmiðli, greini kostnað og tekjumöguleika.
Markmiðið er, að nemandi þekki mismunandi eiginleika og sérkenni pappírs, útvarps, sjónvarps og ýmissa vefmiðla. Þekki helstu hugtök og aðferðir við samþættingu og vefmiðlun.
Kennt er í myndskeiðum 45 fyrirlestra, þar sem nemendur geta séð fyrirlestrana, heyrt þá og lesið eftir sinni hentisemi.
Ennfremur felst námið í daglegum tölvusamskiptum nemanda og leiðbeinanda og í lausn verkefna á sviði fyrirlestranna. Samskiptin standa yfir í tvo mánuði á hverju námskeiði.
Hægt er að velja fyrirlestrana eingöngu eða fyrirlestrana að meðtöldum verkefnum og daglegum samskiptum við leiðbeinanda.