0305
Nýmiðlun
Veffréttir
Sjá nánar:
James C. Foust:
Online Journalism,
2005
Samstarf er mikið á ritstjórnum á vefnum, líkt og í sjónvarpi. Þaðan koma líka starfsheiti, svo sem framleiðandi. Blaðamaðurinn þarf að vera sveigjanlegur og fús að læra ný atriði. Oft hafa menn blöndu af hæfni í blaðamennsku og hæfni í tækninni.
Þungamiðja fjölmennrar ritstjórnar á vefnum er deskur, þar sem sitja ritstjóri, heimasíðustjóri, fréttastjóri, myndstjóri og stundum stríðsfréttastjóri. Til hliðar við deskinn eru sérhæfðar deildir á borð við grafadeild og margmiðlunardeild.
Sumir fréttamenn eru ánægðir með, að fréttir þeirra fá víðari dreifingu á vefnum. Aðrir telja það ávísun á meiri fyrirhöfn, því að þeir þurfi aftur og aftur að koma að sömu fréttinni.
Heimasíða má ekki vera óbreytt lengur en klukkustund í senn.
11. september var úrslitstund vefsins eins og Persaflóastríðið var úrslitastund sjónvarps.
Oft er ráðið fólk menntað í heimspekideildum eða blaðamennsku, sem er ekki hrætt við tækni og vill læra nýtt. Við getum kennt því á tækin.
Margir nota forritið Dreamweaver. En stórar stofnanir nota háþróaðan CMS-hugbúnað (content management system). Hann byggist á gagnagrunnum, sem gera kleift að halda utan um mikið magn upplýsinga. Þá er innihaldið skilið frá framsetningunni.
Í samþættum vef koma oft 80% af efninu frá dagblaði. Á vefnum leita menn að viðbótum, sem henta miðlinum. Stundum eru þar líka birtar óstyttar fréttir svo og skjölin, sem fréttir vitna í.
Forritið ColdFusion er oft notað til að ritstýra vefnum.
Blaðamaður þarf að greina kjarnann frá hisminu á vefnum. Flestir kanna staðreyndir, finna heimildir og bakgrunn á vefnum. Þar finna þeir líka krækjur við sögur sínar, svo að notendur geta sjálfir séð heimildirnar. Vefurinn hefur þetta umfram aðra miðla.
Blaðamenn nota vefinn við rannsóknir. Einnig nota þeir tölvupóst og fréttahópa. Blaðamenn þurfa enn að hringja í fólk og hitta það persónulega, þótt tölvur og vefur hafi komið til sögunnar.
Farðu varlega með allt á vefnum. Vertu viss um, að það sé nákvæmlega rétt. Vefurinn er ekki nægileg heimild. Staðfestu hana. Spurðu þig: Getur þetta verið gabb. Ekki birta slóðir nema hafa sjálfur staðfest tilvist þeirra. Notaðu dómgreind blaðamannsins.
Vefurinn er frægur fyrir gabb, slúður, hálfsannleik og ónákvæmni. DrudgeReport.com er hættulegur staður, þótt margir blaðamenn fylgist með því vefsvæði. Þar er efni birt, án þess að hafa verið staðfest. En þar birtast fréttir oft fyrst.
Blogg er eins konar dagbók fólks með krækjum í aðrar áttir. Margir telja bloggið vera framtíð vefsins. Þar eru engir hliðverðir, svo að allt birtist, sem er bæði kostur og galli. Erfitt er að greina hafrana frá sauðunum. Blogg getur líka strítt gegn siðareglum.
Mobile blogs eða moblogs eru ný sérgrein bloggsins. Þá nota menn farsíma eða handtölvur til að senda texta og myndir um vefinn. Þetta hefur þegar komið að gagni við að koma nýjustu fréttum til fjölmiðla á vefnum.
Þar sem tölvupóstur er orðinn almennur, freistast margir til að nota hann í stað símtala og heimsókna. En hann er einvíður, gefur þér enga rödd eða fas til að fylgjast með. Viðbótarspurningar eru líka erfiðari í tölvupósti.
Gott er að byrja á tölvupósti, fara síðan í símann og mæta loks á staðinn. Tölvupósturinn kemur fyrsta sambandinu á. Hann er auðveld leið til staðfestingar. Brýnt er að fá netföng allra, sem þú átt samskipti við.
Fréttahópar (newsgroups) veita oft góðar upplýsingar um bakgrunn. Er í lagi að taka þátt í fréttahópi án þess að segja frá tilganginum? Það fer eftir ýmsu, mikilvægi málsins, viðkvæmni þess og eftir því hvort fjölmiðill þinn hefur siðareglur um það.
(Árið 2013 voru flestir farnir að nota WordPress til að hanna heimasíður og aðrar meðfylgjandi síður. Aragrúi viðbóta er í boði við WordPress. Hvorki forritið né viðbæturnar kosta neitt. Hægt er byggja viðamikil netsvæði á þennan ódýra og einfalda hátt.)
Google Groups er góður staður til að finna frétta- og umræðuhópa á vefnum.
Listserv er svipað og newsgroup, en sendir til þín fréttabréf í tölvupósti.
Heimildir á vefnum:
Google og Wikipedia
Símaskrár um allan heim.
Columbia Encyclopedia ókeypis,
Encyclopedia Britannica er ókeypis fyrir Íslendinga.
Kortasöfn: Mapquest.
Samheitabók: Roget’s Thesaurus
www.onlineconversion.com/
/dictionaries.travlang.com/otherdicts.html
powerreporting.com/
profnet.org/
http://leit.is/
http://www.lexis.hi.is/
http://hvar.is/
Vefir í blaðamennsku koma oft að gagni:
npc.press.org/
www.poynter.org/
people-press.org/
www.ire.org/
Gagnabönkum á vefnum fjölgar mjög hratt.