0314 Hvaðan koma tekjur

 

0314

Nýmiðlun
Hvaðan koma tekjur?

Vefurinn gerir fréttastofnunum kleift að þróa nýjungar á borð við margmiðlun. Þá er notaður texti, ljósmyndir, vídeó, grafík og hljóð til að búa til áður óþekkta tegund fjölmiðlunar. Þetta kostar að vísu tíma, fé og fólk, sem allt er af skornum skammti á vefnum.

Erfitt er að fjármagna vefinn. Fréttastofur leita tekjupósta. Fáar hafa náð árangri í tekjum, því að flest er ókeypis á vefnum. Menn spara herkostnaðinn, af því að ekki er ljóst, hvernig kostnaðurinn muni skila sér í tekjum. Tekjur af auglýsingum eru litlar en vaxa ört.

Sumar fréttastofur láta fólk skrá sig og gefa þjóðfélagsfræðilegar upplýsingar um sig. Þær má síðan nota til að afla auglýsinga. Sumar selja aðgang að völdu efni. Wall Street Journal krafðist til skamms tíma áskriftargjalds fyrir efni sitt á vefnum. En ákvað að hætta því.

Staðan er núna sú, að menn hafa ekki fundið fjárhagsgrundvöll vefsins. Að mati sumra getur hann ekki lifað lengi sem ókeypis miðill. Og mörg dagblöð telja sig ekki hafa efni á því til lengdar að setja ókeypis fréttir á markað. Auglýsingatekjur aukast þó hratt.

Blaðamenn á sviði samþættingar telja sig geta upplýst fleira fólk á fleiri tímum og fleiri stöðum um umheiminn. Þeir telja líka, að sögur henti miðlum misjafnlega vel. En engin fréttastofa hefur náð fram samþættingu til fulls og engin hefur fundið réttu leiðina.

Á tíma 24/7 fréttaflutnings er samkeppnin um notendur orðin hörð. Þótt allir vilji bita af kökunni, eru margar fréttastofur og margir fréttamenn ekki tilbúnir að takast á við ný vinnubrögð. Metnaður í átt til samþættingar er ekki algengur enn þann dag í dag.

Fyrirtækinu, sem nú heitir 365, mistókst árið 2006 að festa 24/7 fréttastöð í sessi. Hluti af tilrauninni var sameiginleg fréttastofa fyrir dagblað, útvarp og sjónvarp. Fréttablaðinu líkaði ekki fyrirkomulagið og fór úr samstarfinu. Fréttastofan varð því vanburðug.

Kostir samþættingar fyrir dagblöð:
*Nær til fólks, sem les ekki blöð, en fær fréttir í ljósvaka og á vef.
*Sjónrænna innihald bætir fréttir.
*Skjótari tímasetning á fréttum.
*Nýjar hugmyndir um framsetningu frétta.

Kostir samþættingar fyrir sjónvarp:
*Betra innihald með aðgangi að fréttamagni dagblaðs.
*Betra samhengi í fréttum.
*Nær til fólks, sem horfir ekki á
sjónvarp
*Trúverðugleiki samstarfsaðila.

Kostir samþættingar fyrir vefinn:
*Betra innihald með aðgangi að fréttamagni dagblaðs.
*Sjónrænna innihald bætir fréttir.
*Nær til fólks, sem annars notar ekki netið
*Trúverðugleiki samstarfsaðila.

Dagblöð hafa verið á undanhaldi erlendis, hafa tapað áskrifendum í tvo áratugi, svo og auglýsendum. Samþætting skapar þeim tækifæri til að snúa vörn í sókn.
Fólk vandist áður ungt blaðalestri, en ungt fólk nú á tímum venst ekki blaðalestri.

Með samþættingu teygja dagblöð sig í átt til þeirra, sem ekki lesa blöð, og skapa sér stöðu í breyttu samfélagi. Flest fara auðveldu leiðina, gera fátt sem talist getur samkeppni við móðurblaðið. Þau víxlkynna efni eða skófla efni á vef eftir birtingu.

Ef menn gera ekki meira en það, fá notendur ekkert nýtt í hendur og líta á framtakið sem þreytandi markaðshyggju. Samþætting kemur þá fyrst, þegar menn skapa eitthvað nýtt með aðild að vefnum. Til dæmis með því að opna umræðu með blaðamönnum.

Samþætting er notuð, þegar blaðamenn fara í “talk-back” í sjónvarp um fréttir sínar eða taka þátt í umræðu um þær á vefnum. Sérfræðingar blaðsins fá stærri hóp áheyrenda. Um leið þurfa þessir prentblaðamenn að læra framkomu í ljósvakanum.

Nú er samþætting komin út í að miðlar skiptast á fréttalistum. Á því græðir sjónvarpið mest. Sumir hafa farið út í samþætta vinnu blaðamanna. Þannig vinnur einn aðili fyrir marga fjölmiðla í senn, tekur til dæmis bæði ljósmyndir og myndskeið.

Á vinnustöðum samþættingar hefur smám saman komið í ljós samþætt gildismat og viðhorf. Menn virða vefinn, þótt þeir viti ekki, hvert hann muni fara. Nánast allir miðlar hafa einhverjar hugmyndir um hugsanlega samþættingu.

ESPN sportfréttastofan er langt komin í samþættingu. Hún var upphaflega sjónvarpsver fyrir kapal, en gefur nú út tímarit og er fyrirferðarmikil á vefnum. Hún notar mannauð þvert yfir miðla. Hún er með einn fréttastjórnar-desk og sameiginlegt starfslið.

Á ESPN hittast fulltrúar allra miðla á morgunfundi til að ræða áætlanir sínar. Tímaritin koma aðeins á fundinn á mánudögum. Gefinn er út “heitur listi” á þriggja eða fjögurra stunda fresti um mál í vinnslu. Fréttalistar eru einnig sendir í tölvupósti milli miðla.

Starfsmenn ESPN eru orðnir vanir að deila með sér fréttum í þágu sameiginlegra gæða. En það þarf rétt fólk og rétt samstarf til að geta það. Á morgunfundi öðlast menn aðild að máli eða sleppa aðildinni. Aðkoma margra eykur vídd umræddrar fréttar.

Sjá nánar:
Janet Kolodzy: Convergence Journalism, 2006
Stephen Quinn & Vincent F. Filak: Convergent Journalism, 2005

Vefurinn gerir fréttastofnunum kleift að þróa nýjungar á borð við margmiðlun. Þá er notaður texti, ljósmyndir, vídeó, grafík og hljóð til að búa til áður óþekkta tegund fjölmiðlunar. Þetta kostar að vísu tíma, fé og fólk, sem allt er af skornum skammti á vefnum.

Erfitt er að fjármagna vefinn. Fréttastofur leita tekjupósta. Fáar hafa náð árangri í tekjum, því að flest er ókeypis á vefnum. Menn spara herkostnaðinn, af því að ekki er ljóst, hvernig kostnaðurinn muni skila sér í tekjum. Tekjur af auglýsingum eru litlar en vaxa ört.

Sumar fréttastofur láta fólk skrá sig og gefa þjóðfélagsfræðilegar upplýsingar um sig. Þær má síðan nota til að afla auglýsinga. Sumar selja aðgang að völdu efni. Wall Street Journal krafðist til skamms tíma áskriftargjalds fyrir efni sitt á vefnum. En ákvað að hætta því.

Staðan er núna sú, að menn hafa ekki fundið fjárhagsgrundvöll vefsins. Að mati sumra getur hann ekki lifað lengi sem ókeypis miðill. Og mörg dagblöð telja sig ekki hafa efni á því til lengdar að setja ókeypis fréttir á markað. Auglýsingatekjur aukast þó hratt.

Blaðamenn á sviði samþættingar telja sig geta upplýst fleira fólk á fleiri tímum og fleiri stöðum um umheiminn. Þeir telja líka, að sögur henti miðlum misjafnlega vel. En engin fréttastofa hefur náð fram samþættingu til fulls og engin hefur fundið réttu leiðina.

Á tíma 24/7 fréttaflutnings er samkeppnin um notendur orðin hörð. Þótt allir vilji bita af kökunni, eru margar fréttastofur og margir fréttamenn ekki tilbúnir að takast á við ný vinnubrögð. Metnaður í átt til samþættingar er ekki algengur enn þann dag í dag.

Fyrirtækinu, sem nú heitir 365, mistókst árið 2006 að festa 24/7 fréttastöð í sessi. Hluti af tilrauninni var sameiginleg fréttastofa fyrir dagblað, útvarp og sjónvarp. Fréttablaðinu líkaði ekki fyrirkomulagið og fór úr samstarfinu. Fréttastofan varð því vanburðug.

Kostir samþættingar fyrir dagblöð:
*Nær til fólks, sem les ekki blöð, en fær fréttir í ljósvaka og á vef.
*Sjónrænna innihald bætir fréttir.
*Skjótari tímasetning á fréttum.
*Nýjar hugmyndir um framsetningu frétta.

Kostir samþættingar fyrir sjónvarp:
*Betra innihald með aðgangi að fréttamagni dagblaðs.
*Betra samhengi í fréttum.
*Nær til fólks, sem horfir ekki á
sjónvarp
*Trúverðugleiki samstarfsaðila.

Kostir samþættingar fyrir vefinn:
*Betra innihald með aðgangi að fréttamagni dagblaðs.
*Sjónrænna innihald bætir fréttir.
*Nær til fólks, sem annars notar ekki netið
*Trúverðugleiki samstarfsaðila.

Dagblöð hafa verið á undanhaldi erlendis, hafa tapað áskrifendum í tvo áratugi, svo og auglýsendum. Samþætting skapar þeim tækifæri til að snúa vörn í sókn.
Fólk vandist áður ungt blaðalestri, en ungt fólk nú á tímum venst ekki blaðalestri.

Með samþættingu teygja dagblöð sig í átt til þeirra, sem ekki lesa blöð, og skapa sér stöðu í breyttu samfélagi. Flest fara auðveldu leiðina, gera fátt sem talist getur samkeppni við móðurblaðið. Þau víxlkynna efni eða skófla efni á vef eftir birtingu.

Ef menn gera ekki meira en það, fá notendur ekkert nýtt í hendur og líta á framtakið sem þreytandi markaðshyggju. Samþætting kemur þá fyrst, þegar menn skapa eitthvað nýtt með aðild að vefnum. Til dæmis með því að opna umræðu með blaðamönnum.

Samþætting er notuð, þegar blaðamenn fara í “talk-back” í sjónvarp um fréttir sínar eða taka þátt í umræðu um þær á vefnum. Sérfræðingar blaðsins fá stærri hóp áheyrenda. Um leið þurfa þessir prentblaðamenn að læra framkomu í ljósvakanum.

Nú er samþætting komin út í að miðlar skiptast á fréttalistum. Á því græðir sjónvarpið mest. Sumir hafa farið út í samþætta vinnu blaðamanna. Þannig vinnur einn aðili fyrir marga fjölmiðla í senn, tekur til dæmis bæði ljósmyndir og myndskeið.

Á vinnustöðum samþættingar hefur smám saman komið í ljós samþætt gildismat og viðhorf. Menn virða vefinn, þótt þeir viti ekki, hvert hann muni fara. Nánast allir miðlar hafa einhverjar hugmyndir um hugsanlega samþættingu.

ESPN sportfréttastofan er langt komin í samþættingu. Hún var upphaflega sjónvarpsver fyrir kapal, en gefur nú út tímarit og er fyrirferðarmikil á vefnum. Hún notar mannauð þvert yfir miðla. Hún er með einn fréttastjórnar-desk og sameiginlegt starfslið.

Á ESPN hittast fulltrúar allra miðla á morgunfundi til að ræða áætlanir sínar. Tímaritin koma aðeins á fundinn á mánudögum. Gefinn er út “heitur listi” á þriggja eða fjögurra stunda fresti um mál í vinnslu. Fréttalistar eru einnig sendir í tölvupósti milli miðla.

Starfsmenn ESPN eru orðnir vanir að deila með sér fréttum í þágu sameiginlegra gæða. En það þarf rétt fólk og rétt samstarf til að geta það. Á morgunfundi öðlast menn aðild að máli eða sleppa aðildinni. Aðkoma margra eykur vídd umræddrar fréttar.

Sjá nánar:
Janet Kolodzy: Convergence Journalism, 2006
Stephen Quinn & Vincent F. Filak: Convergent Journalism, 2005