0317
Nýmiðlun
Texti og gröf
Allir ná um heim allan.
Skjátexti: Eins og á vír (skeyti) og prenti.
Þrjú öfl vefsins:
Eigin útgáfa, lausari stíll.
Samþætting ýmissa miðla.
Gagnvirkni með notendum.
Samþætting fjölmiðla gengur best, ef dagblað er aðili. Dagblöð eru mikilvirkasti framleiðandi fréttatexta, sem er svo aftur uppspretta efnis fyrir vefinn. Sums staðar hefur fréttadeild verið klippt frá dagblaði og gerð að sjálfstæðri miðju í samþættingu.
Flestir skoða texta fyrst á vef, ekki myndir/gröf. Textinn er mikilvægastur. Öfugi píramídinn er tíðasti fréttastíll. Hver gerði hvað, hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna, hvað svo. Veffréttir koma mest frá prenti, kölluð Skófluvara. Notendur skanna, en lesa ekki.
Tæknilega séð er rýmið óendanlegt á vefnum. Samt reyna menn að vera eins knappir og hægt er. Reglan er: Minna er meira. Fyrirsagnir eru styttri en á prenti. Inngangur verður að fanga strax, annars skanna notendur áfram. Persóna talar í 2. eða 3. málslið.
Kjarninn (Nut graf) er í 4. eða 5. málslið. Hann útskýrir, af hverju fréttin er mikilvæg.
Meginefnið kemur á eftir fyrirsögn, inngangi og kjarna. Þar er erfiðast að ákveða, hverju skuli sleppa.
Prenttexti er beinn og formlegur, skrifaður í þátíð. Ljósvakatexti er stuðningur við myndskeið, persónulegur og óformlegur, skrifaður í nútíð. Myndatexti fyllir götin í vídeóinu.
Vefarar þurfa að þekkja sérkenni allra tegunda fjölmiðlunar.
Fjölvíð saga einkennir vefinn: Orð, hljóð, myndir, gagnvirkni. Ekki hefur tekist að brúa bilið milli prents og sjónvarps.
Texti vefsins kemur oftast frá prenti.
Blogg eru stutt og persónuleg, fjalla um sjónarmið, eru ekki hlutlæg, oftast texti, eru gagnvirk, oftast frá amatörum, eru ekki blaðamennska. Blaðamenn hafa áhuga á bloggi, sem segir fréttir, rýnir í fréttir og er uppspretta frétta. Blogg hefur áhrif á fréttir.
Vefarar eru oftast umskrifarar fyrri frétta. Þeir fara sjaldan á vettvang. Skilafrestur er núna. Framundan eru breytingar, sem við vitum ekki enn, hverjar verða. Vefarar nútímans munu skilgreina framtíðina.
Gröf eru saga. Kort, línurit, súlurit, punktarit, kökur. Ættuð frá prenti og eru að þróast í margmiðlun. USA Today reið á vaðið. Gröf spara útskýringar. Eins og í ljósvaka geta gröf á vefnum verið hreyfanleg og þurfa ekki að vera línulaga.
Fjórar tegundir grafa:
Frásögn (narrative): Dæmisaga.
Fræðsla (instructive): Hnappar.
Könnun (explorative): Farið í könnunarferð.
Hermir (simulative): Stæling á veruleika.
Veldu þá tegund, sem best hentar.
Grafarinn er fyrst blaðamaður, svo listamaður. Hann virðir upplýsingagildið. Grafið sýnir, hvað gerðist, hvenær, í hvaða röð, hve mikið, hve nálægt, hve fjarlægt, hvernig, allt á betri hátt en aðrar aðferðir. Hver miðill þarf sitt graf, sem hentar honum.
Ljósvakagröf fylgja myndskeiðum, nótum fréttamanns og skýringum í rödd-yfir-mynd. Þau hreyfast og eru öðru vísi en prentgröf. Hver miðill segir söguna á sinn hátt, líka í gröfum. Samþætting í gröfum gengur best í samþættum fjölmiðlum.
Enn er grafagerð einkum tengd dagblöðum. Það eru tvívíð gröf í fleti. Fleiri aðilar koma stundum að fjölvíðum gröfum fyrir ljósvaka og vef, en oft undir stjórn eins aðila. Gröf fyrir ljósvaka þurfa að rúmast í 20-30 sekúndum.
Aukinn hraði breytinga í miðlun. Fjórar starfslýsingar í nýmiðlun:
Fréttaflæðisstjóri (framleiðandi).
Sagnasmiður (rithöfundur).
Gagnasafnari (safnvörður).
Fjölhæfur fréttamaður (innihald).
Samhliða þessari fjórþættingu verða alltaf til frílansarar, sem eru sjálfum sér nógir og hafa nef fyrir því að vera fyrstir á staðinn, þegar eitthvað gerist. Þeir vita í hvaða röð þeir eiga að afgreiða miðlana og hvernig á að afgreiða hvern þeirra fyrir sig.
CNN fréttamenn byrja á beinni útsendingu af staðnum í sjónvarp, rita síðan lýsingu, endurrita textann fyrir vefinn og senda síðan hljóðritun í útvarp, allt á einum klukkutíma eða tveimur.
Grundvöllurinn er að kunna að skrifa. Tæknin kemur síðar og er alltaf að verða einfaldari og þægilegri í notkun. Síðan þurfa menn að kunna að nota Photoshop, Dreamweaver og Final Cut Pro.
Skrifaðu allt niður á staðnum, nöfn, síma. Náðu skjölum á staðnum. Biddu alltaf um stafrænar skrár. Vertu alltaf með litla vídeóvél með hljóði. Lærðu hraðstillingu farsíma á þögn. Mundu alltaf afl hvers fjölmiðils. Þetta er framtíð blaðamennsku.
Sjá nánar:
Janet Kolodzy: Convergence Journalism, 2006
Stephen Quinn & Vincent F. Filak: Convergent Journalism, 2005