0324 Samþætt prent II

0324

Nýmiðlun
Samþætt prent II

Samhengi og smáatriði prents: Baksvið, athyglisgáfa, óvenjulegt, öðru vísi. Grafa dýpra, fara undir yfirborðið. Baksviðsþekking er oft það, sem prentmenn hafa fram yfir ljósvakamenn. Sérhver frétt á sérsviði prentmanns verður hluti af baksviðsþekkingu hans næst.

Athygli sér smáatriði, gefur efni í vettvangslýsingar. Athyglisgáfa sér það, sem fer framhjá öðrum. Oft er það, sem þú manst úr viðtali, án þess að skoða nóturnar, það mikilvægasta úr því. Smáatriði birtast líka í fleiri viðtölum. Það er um að gera að grafa.

Punkturinn yfir i-inu:
Orð eiga að vera nákvæm. Staðreyndir, stafsetning, málfræði eiga að vera rétt. Leiðréttingardálkar blaða eru fullir af smáatriðum. Menn þurfa að grafa lengra, ná í enn eina heimild. Regla: “Ef þú ert í vafa, láttu það eiga sig.”

Nákvæmar tilvitnanir:
Vegna trausts þarf efni innan gæsalappa að vera nákvæm uppskrift. Allt annað er blekking. Sumir hreinsa þó þetta efni af verstu málvillum.
Tilvitnanir þurfa að hafa tilgang.

Þrenns konar tilvitnanir:
* Bein ræða, notar orð nákvæmt.
* Bein ræða með úrfellingarpunktum.
* Óbein ræða.
* Beinn setningarhluti.
Stafsetningartákn, svo sem kommur, eru innan gæsalappa.

Nákvæmar staðreyndir:
Í prenttexta eru skilgreiningar nákvæmar, nöfn stofnana og titlar fólks eru í fullri lengd. Lítilfjörlegar villur geta haft alvarlegar afleiðingar, rýrt traust fólks á fjölmiðli og höfundi.

Nákvæmni, stafsetning, meining: Ekkert skaðar trúverðugleika fréttar meira en rangt orð. Pétur er ekki sama og Pjetur. Leiðréttingarforrit sýna ekki rétta notkun orða, finna stafsetningarvillur, ekki notkunarvillur.
Prentmál virðist varanlegt.

Leiðréttingar:
Flest fréttablöð hafa leiðréttingar í boxi eða dálki á bls.2. Sum blöð krefjast þess, að blaðamenn skrifi minnisatriði með útskýringum, hvernig villan varð til og hvers vegna og hvað þeir ætli að gera til að hindra slíkt í framtíðinni.

Fylgdu peningaslóðinni: Woodward og Bernstein. Reiknaðu dæmin: Fé og tölur haldast í hendur. Þú þarft að kunna með tölur að fara, vantreysta upprunalegri heimild. Þú þarft oft að þýða tölur og stærðfræðihugtök á mannamál. Hvað borgar fólk?

Prósentur:
Gerðu mun á prósentum og prósentustigum. Oft er villst á því. Prósentustig eru reiknuð af upprunalegu hundraði, en prósentur af prósentu eru reiknaðar af nýju hundraði. Athuga líka, að prósentur upp og niður eru misjafnar.

Kannanir:
Prósentuvandi er metur í fréttum af könnunum. Þar eru margar gildrur. Ein er skekkja og staðalfrávik. Hversu tilviljanakennt er úrtakið? Hverjir eru spurðir? Hvert er orðalagið? Hver er bak við könnunina? Stórt úrtak?

Blaðamenn eiga að spyrja um gildi niðurstaðana í vísindum. Hvað var gert til að tryggja vísindagildi þeirra? Eru þær tölfræðilega réttar og sannreynanlegar? Eru fordómar að baki? Eru til aðrar skýringar á niðurstöðunum.

Þekkið mun á orsakasamhengi og tölfræðilegu samhengi. Í orsakasamhengi er annað atriðið áhrifavaldurinn, en í tölfræðilegu samhengi er ekki vitað, hvort atriðið er áhrifavaldurinn. Samhengi felur ekki endilega í sér orsakasamhengi.

Þekkið mun á ýmiss konar meðalatli,
* venjulegu meðaltali (average, mean),
* miðgildi (median) og
* tíðasta gildi (mode)
Hver aðferð hentar sumum aðstæðum, ekki öðrum.

Fjárhagsáætlanir eru fjársjóður frétta. Sumir miðlar nota margmiðlun til að útskýra slíkar áætlanir. Einkum ætlast notendur til, að fréttablöð skoði slíkar áætlanir opinberra aðila ofan í kjölinn.

Blaðamaður þarf að vita, hvað er frétt (maður bítur hund, óvenjulegt). Hið venjulega er sjaldnar frétt en hið óvenjulega. Í hverri frétt þarf að finna fókus, sem gefur fyrirsögn og fréttin er skrifuð út af þeirri fyrirsögn.

Blaðamaður þarf að átta sig á samhengi staðreynda (brúðguminn mætti ekki í kirkjuna, hvers vegna?). Allt getur verið rétt í frétt, en sjálfan sannleikann vantar í hana, af því að lykilatriði í málinu kemur ekki fram.

Blaðamaður þarf að sjá undir yfirborðið (PR menn eru alls staðar á ferð). Yfirborðið gefur oft ranga mynd af því, sem er undir niðri. Blaðamaðurinn þarf að vita hvernig hlutir gerast, vera “street smart”.

Blaðamaður verður að efast, ekki taka hlutina góða og gilda. Geta fundið, hvort heimildarmaður gætir annarlegra hagsmuna. Þeir, sem leka í blaðamenn, hafa margir einhverja ástæðu, sem getur farið framhjá blaðamanninum.

Sjá nánar:
Janet Kolodzy: Convergence Journalism, 2006
Stephen Quinn & Vincent F. Filak: Convergent Journalism, 2005