0346
Nýmiðlun
Sigrar skríllinn?
Howard Rheingold: Smart Mobs, The Next Social Revolution,2002
Snjallsíminn býr til frjálsan afrétt, þar sem menn gefa og þiggja og þar sem sumir eru sníkjudýr. Það er sorgarsaga afréttanna. Í vefmiðlum hafa risið kerfi, þar sem sníkjudýrum er refsað og hinir ósérhlífnu eru verðlaunaðir. Orðspor fylgir fólki, samanber eBay.
Frjáls afréttur gengur vel, þegar:
* Mörk hópsins eru skýr.
* Reglur um notkun þjóna vel.
* Fólk ræðir reglur og breytir.
* Ytra vald fellst á reglurnar.
* Aðhaldskerfi hegðunar er til.
* Stighækkandi refsingar notaðar.
* Lágvær leið til að leysa deilur.
Kropotkin fursti sá, að samhjálp stuðlaði fremur að úrvali tegundanna en samkeppni. Mörg dæmi um það eru í dýraríkinu. Fólk hneigist að samhjálp. Það lætur plata sig einu sinni, en ekki oftar (tit for tat). Til eru stærðfræðiformúlur um samhjálp-samkeppni.
Gagnvirkni, endurgjald í sömu mynt, orðstír, félagsþjálfun eru allt atriði, sem hafa stuðlað að gagnsemi frjálsra afrétta í heimi klára skrílsins.
Fundinn upp afréttur uppfinninga:
Veraldarvefurinn er nýtt dæmi um frjálsan afrétt:
* Aðgangur að tölvum fyrir alla.
* Allar upplýsingar séu frjálsar.
* Vantreystu valdinu, studdu valddreifingu.
Helstu forrit veraldarvefsins eru sameign allra, frjáls afréttur.
ARPA, Unix, GNU, Linux, WWW eru dæmi um afrétt. Microsoft og fleiri fyrirtæki hafa reynt að eignast afréttina, en ekki tekist. Afréttin gerir öllum kleift að finna upp endurbætur. Það er lykillinn að velgengni Unix, Linux og WWW.
Fyrirtæki og samtök þeirra reyna að komast yfir afréttina. Þar eru kapalkerfi, kvikmyndaiðnaður, eigendur höfundarréttar, Microsoft, Apple o.s.frv. Þessir aðilar reyna að hindra frelsi í þráðlausa heiminum.
Rétt er að tala um vefi heldur en hópa. Fólkið lifir í vef. Hver einstaklingur hefur sinn vef. Hann er punktur í vefnum, hann er mótaldið. Um vefinn gilda reglur Sarnoff, Moore, Metcalfe og Reed. Vægi vefjanna margfaldast í hærra veldi endapunktanna.
Fyrsta valdastríðið er búið. Gömlu fyrirtækin sigruðu Napster. En stríðið heldur áfram. Barist er um, hvort ljósvakinn sé óendanlegur eða hvort það þurfi að skammta hann.
Hver þekkir hvern? Félagsvefir eru í ökumannssætinu.
Tölvuþjóðir og ofurtölvur gersins: Vinnslugeta borðtölva hefur margfaldast og veraldarvefurinn hefur tengt hundruð milljónir af tölvum með auknum hraða. Því er fólk farið að tengja tölvur sínar í samvinnufyrirtækjum.
Geimverur, ormar og sívinnandi tölvur:
Seti er félag milljóna manna, sem nota frístundir tölva sinna til að taka þátt í leit að sendingum frá öðrum hnöttum.
Annað fjöltölvustarf:
* Folderol, genafræði
* Distributed, dulmálslausnir
* SaferMarkets, markaðsfræði
* Evolution, hvarf tegunda
Maður til manns (p2p) máttur:
Úrslitabúnaður:
* Excel fyrir tölvur.
* Póstur og WWW fyrir vefinn.
* Napster fyrir p2p, hefði getað það, 70 milljón notendur, en var skotinn í kaf, notaði miðlægan þjón. Svipuð vefkerfi lifa áfram, fara ekki um miðlægan vefþjón.
Gnutella er algerlega dreift kerfi, hefur ekki miðlægan vefþjón. Winamp hefur líka verið vinsælt. Nullsoft var keypt af AO.
Gnutella er nafnlaust, lifir af atómstríð og hundruð lögmanna. Gallinn við Gnutella er veikleiki gegn sníkjudýrum.
MojoNation bætti þremur kostum við:
* Samvinna er verðlaunuð.
* Nafnleysi í spurningum, vistun.
* Flugnagersdreifing á sundurtættum skrám.
MojoNation heitir núna MNet.
Kindur skíta grasi:
Nýr vefbúnaður skoðar notkun hvers einstaklings og notar hana til að gera öllum kleift að meta ferli. Sbr. eBay, Amazon. Menn leggja sjálfkrafa sitt af mörkum í púkkið, sem hjálpar öllum.
Grindur og bráðræði:
Grind af tölvum er framtíðin. Ástæða er þó til að óttast, að netþjónar á breiðbandi reyni að útiloka p2p tölvuvinnslu á sínum hluta veraldarvefsins.
Örflögur með útvarpsbylgjum gegnsýra umhverfið, tölvur eru í fötum, upplýsingageislar eru í borgum. Þetta eyðir múr milli bita og frumeinda. Upplýsingar eru samvaxnar hlutum og tengdar stöðum. Þetta skapar mikla hættu og mikil tækifæri.
Rannsóknasvið:
* Miðlun tengd við stað.
* Klár herbergi.
* Stafrænar borgir.
* Hlutir sem finna til.
* Áþreifanleg bit.
* Tölvur sem fatnaður.
Sjá nánar:
Howard Rheingold: Smart Mobs, The Next Social Revolution, 2002